Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

25. október 2018

Sýn styður leiksýningu um Alzheimer-sjúkdóminn

„Ég heiti Guðrún"

Sýn styrkir margvíslega nýsköpun og verkefni af samfélagslegum toga. Dæmi um slíkan stuðning er leiksýningin „Ég heiti Guðrún“ sem hefur farið sigurför um Norðurlöndin en verkið var frumflutt árið 2014.

„Sýn leggur sig fram um að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki og stuðla að opinni og uppbyggilegri umræðu um mikilvæg málefni í samfélaginu. Alzheimer-sjúkdómurinn litar líf fjölmargra fjölskyldna í landinu og nauðsynlegt að fólk fræðist betur um sjúkdóminn. Það stóð því ekki á okkur að styðja þetta góða verkefni sem um leið er mögnuð leikhússupplifun,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar.

Á vef Þjóðleikhússins segir að sýningin sé „tragíkómedía um innilega vináttu fjögurra kvenna. Þegar Guðrún er greind með Alzheimers 55 ára gömul ákveða vinkonurnar að styðja hana allt til hinstu stundar. Sjúkdómur Guðrúnar fær þær allar til að velta fyrir sér lífinu sem þær hafa lifað og ákvörðunum sem þær hafa tekið.“ Aðalleikarar eru Elva Ósk Ólafsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Sigrún Waage og Vigdís Gunnarsdóttir. Leikstjóri er Pálína Jónsdóttir.

Aukasýningar á „Ég heiti Guðrún“ eru nú komnar í sölu og fer hver að verða síðastur að tryggja sér og sínum miða.