Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

30. nóvember 2018

Sýn fyrst til að fá nýja vinnuverndarvottun ISO 45001

Höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut í Reykjavík

Sýn hf. lauk nú í lok nóvember vottunarferli félagsins samkvæmt vinnuverndarstaðlinum ISO 45001 og er fyrst íslenskra fyrirtækja til að fá vottunina samkvæmt nýrri útgáfu staðalsins. Erlendir úttektaraðilar voru við störf í höfuðstöðvum félagsins í október. Úttektin stóð yfir í fimm daga og fór fram viðamikil gagnasöfnun um verklag og virkni innan félagsins.

Ferlið tók til nánast allra deilda en við vinnuna var leitað til tæplega 30 starfsmanna Sýnar sem stóðu sína plikt með mikilli prýði. Endurvottun fer nú fram árlega en sú fyrsta er ráðgerð í mars 2019.

„Það er gleðiefni að Sýn stóðst prófið og er því fyrst íslenskra fyrirtækja til að fá vottun samkvæmt nýrri útgáfu staðalsins. Við fengum auðvitað úrlausnarefni og góðar ábendingar frá úttektaraðila og hrós fyrir þá góðu hluti sem við erum að gera. Þessi úttekt staðfestir að félagið vinnur heilshugar að stöðugum umbótum með það fyrir augum að bæta öryggi og heilsu starfsmanna,“ segir Jakob Þór Guðbjartsson gæðastjóri Sýnar.