Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

16. nóvember 2018

Sýn fær viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu

Viðurkenningin afhent

Sýn hf. var eitt sjö fyrirtækja sem fékk sérstaka viðurkenningu í dag og komst í úrslit um Hvatningarverðlaun viðskiptalífsins fyrir eftirtektarverða notkun á íslensku máli. Viðurkenninguna fékk Sýn fyrir nýyrðasmíði í þáttaröðinni „Ég er risaeðla” sem sýnd er á Hopster og fjallar um mismunandi risaeðlutegundir. Dæmi um nýyrðasmíðina eru nöfn eins og Fjaðureðla, Goggeðla, Afríkurumeðla, Graseðla, Bæjaralandseðla og Fiseðla en Fréttablaðið fjallaði ítarlega um verkefnið í sérblaði sem kom út í tilefni Dags íslenskrar tungu.

Viðskiptaráð Íslands, Stofnun Árna Magnússonar og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð standa að hvatningarverðlaunum viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslensku máli en Eliza Reid, forsetafrú Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í dag.

Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að „Sýn hefur lagt áherslu á talsetningu á íslensku barnaefni og verið brautryðjandi í þeim efnum til margra ára. Fyrirtækið fær barnaefni frá bresku barnaefnisveitunni Hopster og hefur lagt metnað sinn í góðar þýðingar og talsetningu á því efni. Vinsæl þáttaröð ber heitið „Ég er risaeðla“ og í hverjum þætti er ein risaeðla tekin fyrir. Ekki voru til þýðingar á öllum heitum risaeðlanna og því leitaði fyrirtækið til Árnastofnunar og Háskóla Íslands um þýðingar á þeim heitum. Þá hefur fyrirtækið einnig verið brautryðjandi í framleiðslu íslenskra þátta.“