Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

samskiptastjóri

28. júní 2018

Sýn hf. fær gullvottun Microsoft

Starfsfólk Sýnar með framkvæmdastjóra Microsoft

Sýn hf. hefur hlotið gullvottun frá Microsoft á sviði fyrirtækjamarkaðar og skýjalausna (e. "Small and Midmarket cloud solutions"). Gullvottunina hljóta fyrirtæki sem ná góðum árangri í sölu og eru með hæft starfsfólk í að veita þjónustu og ráðgjöf í tengslum við lausnir Microsoft. Gullvottunin þýðir að starfsmenn Sýnar hf. standast ítrustu kröfur Microsoft og eru í hópi þeirra sem hafa mestu þekkingu á lausnum Microsoft til fyrirtækja. Vottunin er jafnframt alþjóðlegur mælikvarði sem Microsoft notar til að meta samstarfsaðila sína.

„Sýn hf. hóf sölu og þjónustu Microsoft lausna fyrir tæpum tveimur árum og hefur á skömmum tíma aflað sér mikillar þekkingar og reynslu í sölu á Microsoft skýjalausnum. Meðal viðskiptavina okkar má finna fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum sem njóta mismunandi þjónustu, allt eftir þeirra hag. Þessi gullvottun er staðfesting á hæfni og þjónustugetu okkar, " segir Reynir Leósson, forstöðumaður fyrirtækjasölu Vodafone.

„Það er mjög ánægjulegt fyrir íslenskan markað að Sýn hafi hlotið gullvottun Microsoft á sviði skýjalausna. Fyrirtækið er að ná markverðum árangri sem staðfestir framtíðarsýn fyrirtækisins. Microsoft á Íslandi hefur unnið markvisst að því að upplýsa sýna viðskiptavini um hagræðingarmöguleika með skýjalausnum og það er frábært að sjá Sýn, með Vodafone í fararbroddi, taka forystuhlutverk í þessum efnum. Ég hlakka mikið til samstarfs við félagið,“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.