Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

14. nóvember 2018

Sýn er Framúrskarandi fyrirtæki 2018 

Höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut 8

Sýn hf. hefur hlotið nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki 2018“ en það er greiningarfyrirtækið Creditinfo sem verðlaunar með þessum hætti fyrirtæki sem standa sig vel og þykja stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja koma til greina sem Framúrskarandi fyrirtæki en listinn yfir þessi fyrirtæki var birtur í dag.  

Þetta er í níunda sinn sem greining Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum er unnin. Á vefsíðu Creditinfo er ítarlega fjallað um hvaða skilyrði fyrirtæki verða að uppfylla til að teljast framúrskarandi en þar segir m.a. að „Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.“

„Við fögnum sérstaklega nafnbótinni í ár því Fjarskipti, sem er annar forveri Sýnar, taldist á hverju ári frá 2012 til hóps framúrskarandi fyrirtækja og eftir sameininguna er það okkur kappsmál að vera áfram í þeim góða félagsskap. Við viljum sjá kröftugt viðskiptalíf á Íslandi og heilbrigða samkeppni og greining Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum stuðlar að því,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar.