Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

1. ágúst 2018

Sýn eflir enn frekar 4G dreifikerfi sitt

Farsímasendir Vodafone

Sýn hefur undanfarna tvo mánuði stóreflt 3G/4G kerfi félagsins með nýjum sendum á mörgum stærri sumarhúsa- og ferðamannasvæðum, t.d. Skaftafelli, á Þingvöllum, Laugarvatni, Jarðböðunum við Mývatn, Kirkjubæjarklaustri, Húsafelli, Brekkuskógi, Hraunborgum í Grímsnesi, Reykholti í Biskupstungum, Melasveit og Sælingsdal. Einnig voru settir upp sex nýir 4G sendar á þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur, á svæðum þar sem áður var bara GSM samband (þ.e. eingöngu EDGE gagnasamband). Auk þess er stefnt að því að bæta við sendum í Fljótshlíð og Landeyjum í vikunni, m.a. til að mæta auknu álagi vegna Verslunarmannahelgarinnar.

Samhliða þessu verður í vikunni lögð lokahönd á stækkanir á farsímasendum fyrir ýmsar hátíðir um Verslunarmannahelgina. Stærsti viðburðurinn er að sjálfsögðu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en þar verður um 20 sendum bætt við til að mæta auknu álagi. Verði álagið enn meira má með frekar lítilli fyrirhöfn bæta við öðrum 20 sendum. Verkefnið hefur verið í undirbúningi hjá Sýn í rúmlega tvo mánuði og lýkur nú um miðja vikuna gangi allt að óskum.

„Við leggjum mikla áherslu á bjóða upp á sem best og mest samband hvort sem er til lands eða sjós og höfum gætt þess að auka viðbúnað okkar þegar von er á miklum mannfjölda á skipulagðar samkomur,“ segir Kjartan Briem framkvæmdastjóri Tækni og innviða hjá Sýn.

Fjölgun 3G4G senda mai til juni 2018