Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

1. febrúar 2019

Svampur Sveinsson, Dóra landkönnuður og félagar snúa aftur

Aftur á Stöð 2 Maraþon

Sýn hf. hefur gert samning við fjölmiðlafyrirtækið Viacom sem tryggir okkur sýningarréttinn á miklu magni vandaðs barnaefnis fyrir Stöð 2 Maraþon. Þannig fáum við til sýningar þáttaraðir eins og Svamp Sveinsson, Dóru landkönnuð, Dóru og vini, Go Diego Go, Dag Diðrik, Blíðu og Blæ og einnig Mörgæsirnar af Madagascar.

„Þetta er okkur mikið gleðiefni því þetta barnaefni fékk jafnan gríðarlega mikið áhorf á Stöð 2 Maraþon en við fundum fyrir miklum söknuði hjá viðskiptavinum okkar þegar barnaefnið fór í tímabundið hlé. Við fögnum því endurkomunni og hlökkum til að sjá gamla vini aftur á skjánum,“ segir Þóra Björg Clausen rekstrarstjóri nýmiðla Sýnar.

Barnaefnið fór inn á Stöð 2 Maraþon í dag og verður það uppfært reglulega til að tryggja áhorfendum sem mest og best úrval.

Tryggðu þér áskrift strax í dag!