Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Bára Mjöll Þórðardóttir

Markaðsstjóri

25. janúar 2018

Stöndum saman í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi!

Vodafone og UN Women hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi

Vodafone og UN Women hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, en Vodafone er stoltur styrktaraðili UN Women og Fokk Ofbeldi herferðar þeirra sem fer formlega af stað í dag með sölu á nýrri dimmblárri Fokk Ofbeldi húfu.

Um verkefnið Fokk Ofbeldi herferðinni er ætlað að vekja fólk til vitundar um eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag; ofbeldi gegn konum og stúlkum. Konur úr ólíkum stéttum hafa stigið fram hér á landi og víða um heim og lýst kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri áreitni og misbeitingu valds sem þær hafa upplifað. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og þrífst í öllum samfélögum heimsins og innan allra stétta.

Nældu þér í FO húfu Fokk Ofbeldi húfan fæst í verslunum Vodafone; Smáralind, Kringlunni, Suðurlandsbraut, Glerártorgi Akureyri og á síðu UN Women dagana 25. janúar til 8. febrúar. Húfan kostar 4.500 kr. og er aðeins til í takmörkuðu upplagi. Allur ágóði rennur óskiptur til UN Women á Íslandi.

Við hvetjum alla til að kaupa húfu og sameinast í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.