Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

11. febrúar 2019

Stöð 2 fagnar fimm Eddutilnefningum

Eddutilnefningar Stöðvar 2

Tilnefningar til Edduverðlaunanna sem fram fara föstudagskvöldið 22. febrúar í Austurbæ hafa verið tilkynntar en verðlaunaafhendingin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Stöð 2 hampar fimm tilnefningum að þessu sinni og óskum við öllum hlutaðeigandi til hamingju með von um gott gengi í Austurbæ.

Tilnefningar Stöðvar 2 eru eftirfarandi: Fósturbörn sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins og Steypustöðin sem leikið sjónvarpsefni ársins. Björgvin Harðarson er tilnefndur í flokknum upptöku- eða útsendingastjórn fyrir Allir geta dansað og einnig Pál Óskar í Höllinni. Að síðustu er Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins fyrir Allir geta dansað.

Á heimasíðu Eddunnar kemur fram að framleiðendur sendu alls 118 verk inn í keppnina og að auki voru 214 innsendingar í fagverðlaun Eddunnar. Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 78 talsins. Innsendar kvikmyndir eru 7 og stuttmyndir 16. Heimildarmyndir eru 17 og 13 verk flokkast undir barna og unglingaefni.