Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

24. september 2018

Samtaka fyrir Landsbjörg í höfuðstöðvum Sýnar

Björgunarsveitarfólk í setti

Þjónustuver Sýnar var óvenju vel mannað síðastliðinn föstudag þegar ráðherrar, forstjórar, leikarar, tónlistarmenn, starfsfólk Sýnar og björgunarsveitarfólk sat við símana fyrir Landsbjörg og tók við stuðningi frá almenningi. Fjölmargir nýir bakverðir bættust við stuðningssveit Landsbjargar og enn aðrir gáfu einstök framlög eða hækkuðu mánaðarlegt framlag sitt til félagsins.

Skemmtileg stemning myndaðist í höfuðstöðvum Sýnar þetta kvöld og var nýtt myndver Stöðvar 2 prufukeyrt við þetta tækifæri en herlegheitin voru að sjálfsögðu sýnd í beinni útsendingu. Risastórar björgunarsveitaræfingar fóru fram samtímis um allt land og gátu áhorfendur þannig fylgst með störfum Landsbjargar í beinni.

„Sýn er stolt af því af vera í hópi bakhjarla Landsbjargar enda skiptir það Sýn miklu máli að vera samfélagsábyrgt fyrirtæki. Við höfum líka notið góðs af samstarfinu,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar. „Það hefur til dæmis skipt okkur máli við uppbyggingu dreifikerfis okkar en ábendingar björgunarsveitarmanna um hvar á landinu megi bæta sambandið hafa hjálpað okkur að styrkja kerfið okkar enn frekar en Sýn er með mestu dreifingu 4G til sjós og lands, ekki síst á hálendinu.“

Áfram er hægt að styðja við Landsbjörg eða gerast bakvörður á heimasíðu félagsins.