Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Magnús Hafliðason

Forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs

13. janúar 2021

Öflugur liðsauki til Sýnar

Höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut í Reykjavík

Sýn hf. kynnir til leiks öfluga lykilstarfsmenn sem áður störfuðu hjá m.a. Icelandair, Arion Banka og Bláa Lóninu. Ráðningarnar ná til rekstar-, fjármála- og mannauðssviðs félagsins en öll munu þau starfa að bættri upplifun viðskiptavina með einum eða öðrum hætti. Sýn á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar: "Það er ekki sjálfgefið að sækja fram í því umhverfi sem ríkir í dag en við erum stolt af því að efla okkar einstaka hóp starfsfólks. Ráðningarnar gera okkur enn betri í að þjónusta okkur dýrmætu viðskiptavini."

Hákon Davíð

Hákon Davíð Halldórsson – forstöðumaður á rekstrarsviði

Hákon starfaði áður hjá Icelandair þar sem hann var leiðtogi í CRM málum en þar áður í 5 ár hjá Símanum þar sem hann vann að viðskiptatengslum og þjónustuþróun. Hákon bætist í öflugt stjórnunarteymi á rekstrarsviði þar sem áherslan er á umbreytingu í vöruframboði, viðskiptaferlum og viðskiptakerfum.

Björgvin Gauti

Björgvin Gauti Bæringsson – deildarstjóri á fjármálasviði

Björgvin kemur til Sýnar frá Bláa Lóninu þar sem hann starfaði sem forstöðumaður hagdeildar síðastliðin 3 ár. Áður var Björgvin starfandi í Kaupmannahöfn hjá Demant þar sem hann sá um stuðning við greiningar og áætlunargerð hjá ákveðnum viðskiptaeiningum þess félags. Björgvin mun bera ábyrgð á stuðningi fjármálasviðs við viðskiptaeiningar félagsins út frá mánaðarlegum greiningum á frammistöðu og áætlunargerð hverrar einingar.

Erna Björk

Erna Björk Sigurgeirsdóttir – deildarstjóri á fjármálasviði

Erna kemur frá Borgun þar sem hún starfaði undanfarið eitt og hálft ár. Erna leiddi vinnu við áætlunargerð Borgunar ásamt því að sjá um skýrslugerð til stjórnenda, arðsemisútreikninga, greiningar á mánaðaruppgjörum og öðrum lykilmælikvörðum þess félags. Áður en hún byrjaði hjá Borgun starfaði hún á ráðgjafasviði KPMG sem verkefnastjóri. Erna mun bera ábyrgð á áætlunar- og greiningavinnu félagsins í heild sinni á fjármálasviði.

Guðlaug Jökulsdóttir

Guðlaug Jökulsdóttir – forstöðumaður verkefnastofu

Guðlaug frá Icelandair þar sem hún hafði starfað í rúmlega 7 ár. Síðustu árin starfaði hún á miðlægri verkefnastofu með áherslu á verkefni tengd stafrænni framþróun og þróun verkefnaferla. Guðlaug mun stýra uppbyggingu á faglegri framkvæmd verkefna og forgangsröðun verkefnabeiðna.

Hörður Bjarkason

Hörður Bjarkason – verkefnastjóri fræðslu

Hörður starfaði sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Arion banka frá 2016 þar sem hans helstu verkefni voru innleiðing og ábyrgð á rafrænni fræðslu, gerð námskeiða og kynningar. Hörður er viðskiptafræðingur en hefur einnig talsverða reynslu af framkomu þar sem hann hefur starfað sem tónlistarmaður og skemmtikraftur samhliða hefðbundnum störfum.