Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Jóhanna Margrét Gísladóttir

Dagskrárstjóri Stöðvar 2

28. september 2018

Njóttu opinna daga á Stöð 2

Suður-Ameríski draumurinn á Stöð 2

Dagana 28. september til 3. október nk. verður Stöð 2 í opinni dagskrá og gefst landsmönnum öllum þá kostur á að fá smjörþefinn af ríkulegri vetrardagskrá okkar. Af íslenskri dagskrárgerð má til dæmis nefna fyrsta þátt af Suður-Ameríska draumnum, þættina Fósturbörn sem og heimildarmynd í tveimur hlutum eftir Lóu Pind Aldísardóttur sem ber heitið Nýja Ísland, en þar skoðar hún hvernig Íslendingum hefur reitt af í kjölfar efnahagshrunsins 2008 en í ár eru 10 ár liðin frá þeim atburðum. Eva Laufey verður svo á sínum stað á miðvikudagskvöld með einfalda og bragðgóða rétti.

Fyrsta vika október verður sannkölluð frumsýningarvika þar sem við bjóðum upp á gnótt erlendra þátta á borð við glænýju seríurnar Manifest og Magnum PI, fyrsta þátt í nýjum seríum af Modern Family og Good Doctor að ógleymdum tvöföldum fyrsta þætti nýrrar seríu af Grey‘s Anatomy.

Við minnum á að verð fyrir Stöð 2 og aðrar áskriftarstöðvar Sýnar voru lækkuð síðastliðið vor og valfrelsi áskrifenda aukið. Kynntu þér ný og betri verð á vef Stöðvar 2 og sjáðu hvaða áskriftarleið hentar þínu heimili best.