Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

13. desember 2018

Jólapeysudagur hjá Sýn

Allir í jólaskapi

Starfsfólk Sýnar er komið í sannkallað jólaskap enda aðventan er mjög skemmtilegur tími hjá fyrirtækinu. Ekki aðeins eru höfuðstöðvar okkar og verslanir ríkulega skreyttar og setja svip sinn á bæinn heldur er stemningin innandyra eins og aðfangadagur í áttunda veldi. Í desember gerum við okkur glaðan dag með margvíslegum hætti og í dag var jólapeysudagurinn haldinn hátíðlegur. Óhætt er að segja að húmorinn hafi heldur betur fengið að njóta sín í botn.

Jólapeysudagurinn 2018

„Desember er auðvitað mikill annatími á flestum vinnustöðum og við gerum okkar besta til að bæði viðskiptavinum sem heimsækja verslanir okkar og starfsfólkinu líði vel á aðventunni. Þetta er nú einu sinni skemmtilegasti árstíminn. Við buðum viðskiptavinum í dag upp á ristaðar möndlur til dæmis. Við höldum líka litlu jól, starfsmannafélagið er með jólaball fyrir börn starfsmanna og ýmislegt fleira gert en jólapeysudagurinn er mitt uppáhald án nokkurs vafa,“ segir Helen Breiðfjörð mannauðsstjóri Sýnar og það er auðvelt að taka undir það mat þegar meðfylgjandi myndir eru skoðaðar.

Jólamöndlur 2018