Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

2. janúar 2019

Janúarbomba á Stöð 2– Nýir spennandi þættir

Hálendisvaktin hefst í janúar

Þrátt fyrir að jóladagskráin sé að renna sitt skeið á enda þá verður engin lognmolla í dagskrá Stöðvar 2 á nýju ári. Nýjar íslenskar og erlendar þáttaraðir í hæsta gæðaflokki verða kynnar til leiks í janúar en strax í dag hefjast breskir spennuþættir The Cry sem fjalla um barnshvarf í Ástralíu. Á sunnudaginn kemur hefst Hálendisvaktin nýr íslenskur þáttur um Landsbjörg. Yfir sumartímann sendir Landsbjörg fjölda manns upp á hálendi Íslands til að tryggja öryggi og veita ferðamönnum aðstoð í óbyggðum. Í þáttunum fylgjumst við með hjálparsveitunum allan sólarhringinn í öllum þeim verkefnum sem á vegi þeirra verða.

Mánudaginn 28. janúar hefjast Burðardýr 2 þar sem fjallað er um Íslendinga sem flækst hafa í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. Í hverjum þætti heyrum við fólk segja sína sönnu sögu en skipuleggjendur eiturlyfjasmygls nýta sér neyð fórnarlamba, nota hótanir og ofbeldi til að fá vilja sínum framgengt. Oft er sannleikurinn því miður ótrúlegri en skáldskapurinn. Í þáttunum kynnumst við manneskjunum á bakvið fyrirsagnirnar, fólkinu sem við köllum í daglegu máli burðardýr.

Glæný þáttaröð af True Detective hefst mánudaginn 14. janúar með tvöföldum fyrsta þætti. Þættirnir eru heimsfrumsýndir aðfaranótt mánudagsins klukkan 01:00 og eru að sjálfsögðu sýndir um leið á Stöð 2. Þetta er þriðja þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta frá HBO með Óskarsverðlaunahafanum Mahershala Ali í aðalhlutverki.

Nýir hörkuspennandi þættir Little Drummer Girl frá framleiðendum The Night Manager byggðir á metsölubók John Le Carré hefjast þriðjudaginn 8. janúar. Þegar sprengja springur á heimili ísraelsks sendiráðsritara í Þýskalandi og tilkynningum um fleiri slík atvik fjölgar beina rannsóknaraðilar sjónum sínum að palentískum öfgamanni. Ísraelar fá til liðs við sig unga hæfileikaríka en sérlundaða leikkonu og þjálfa hana til að komast inn palentískt njósnanet með það að leiðarljósi að hafa uppi á ódæðismanninum. Með aðalhlutverk fara Florence Pugh, Alexander Skarsgaard og Michael Shannon.

Norrænir þættir skipa líka veglegan sess í dagskránni en nýir frábærir danskir gamanþættir Hand i hand fjalla um hjónin Anders og Lisu sem hafa verið saman í sjö ár og eiga dásamlega dóttur. Grátt hversdagslífið veldur þreytu í sambandinu og þau ákveða sækja sér ráðgjöf í von um að kveikja aftur upp í gömlum glæðum og bjarga hjónabandinu með sprenghlægilegum afleiðingum.

Þetta er bara toppurinn á ísjakanum í ríkulegri janúardagskrá Stöðvar 2 og það sem allra nýjast er af nálinni. Ísskápastríð 3 og barnaþættirnir Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland! eru sömuleiðis á dagskránni. Sænsku spennuþættirnir The Sandham Murders og matreiðsluþættirnir The Great British Bake Off og Jamie‘s Quick & Easy Food gleðja matgæðinga. Spennuþættirnir The Blacklist, Magnum P.I., Blindspot verða í sýningu og sömuleiðis gamlir vinir eins og The Good Doctor, Grey‘s Anatomy og Manifest.

Tryggðu þér áskrift að Stöð 2 í dag því Stöð 2 er skemmtilegri!