Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

18. október 2018

Ísskápastríð háð undir vökulu auga myndavélanna

Ísskápastríð í tökum

Þriðja þáttaröðin af Ísskápastríði hefur göngu sína á Stöð 2 í nóvember og standa tökur á þáttunum yfir þessa dagana. Í þáttunum fá Eva Laufey og Gummi Ben til sín þjóðþekkt fólk sem keppir í matargerð. Um er að ræða létta og skemmtilega þætti, sem snúast ekki bara um eldamennsku heldur einnig skemmtilegar umræður, grín og glens. Keppendur velja sér ísskáp sem ýmist innihalda hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem þau eiga matreiða á fyrirfram ákveðnum tíma. Dómarar þáttanna eru Siggi Hall og Hrefna Sætran.

„Það er óhætt að segja að vinnudagarnir gætu ekki verið skemmtilegri en einmitt þegar við erum að taka upp Ísskápastríð. Það er mjög mikið líf á tökustað og stemningin er hrikalega góð. Gestirnir eru hver öðrum betri og ég þori að lofa ykkur miklu fjöri í nóvember þegar þriðja serían fer í loftið. Eiður Smári, Sveppi, Katrín Halldóra, Þórunn Antonía, Arnar Grant og Eva Ruza eru dæmi um gesti hjá okkur þetta árið,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir annar umsjónarmanna Ísskápastríðs.

Við minnum á að verð fyrir Stöð 2 og aðrar áskriftarstöðvar Sýnar voru lækkuð síðastliðið vor og valfrelsi áskrifenda aukið. Kynntu þér ný og betri verð á vef Stöðvar 2 og sjáðu hvaða áskriftarleið hentar þínu heimili best.