Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

5. september 2018

Hringurinn þakkar framlagið úr „Allir geta dansað“

Á myndinni eru Anna Björk Eðvarðsdóttir og Pálína Sveinsdóttir frá Hringnum að afhenda Jóhönnu Margréti Gísladóttur dagskrárstjóra Stöðvar 2 og Evu Georgsdóttur framleiðslustjóra viðurkenninguna. Mynd: Valtýr Bjarki Valtýsson.

Hringskonur litu inn í höfuðstöðvar Sýnar á dögunum og afhentu forsvarsmönnum Stöðvar 2 þakklætisvott fyrir rausnarlegt framlagt til Hringsins í lokaþætti „Allir geta dansað" í vor. Allur ágóði vegna símakosninga í þáttunum rann til góðgerðarmála og varð Hringurinn fyrir valinu sem málefni lokaþáttarins.

„Það er virkilega gott að geta lagt góðum málum lið um leið og við skemmtum áskrifendum okkar. Sýn er samfélagsábyrgt fyrirtæki og þetta var kjörið tækifæri fyrir okkur að styðja mörg málefni sem skipta samfélagið allt máli. Það var gaman að hitta Hringskonur og fræðast aðeins um það mikla þrekvirki sem þær vinna með óeigingjörnu starfi sínu,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir dagskrárstjóri Stöðvar 2.

Þáttaröðin „Allir geta dansað“ hóf göngu sína á Stöð 2 í mars og henni lauk í úrslitaþættinum í byrjun maí með sigri söngkonunnar ástsælu Jóhönnu Guðrúnar og atvinnudansarans Max. Þáttaröðin er að erlendri fyrirmynd sem nefnist Dancing with the stars. Tíu pör hófu keppni og var fyrirkomulagið þannig að einn þjóðþekktur áhugadansari var paraður með fagdansara. Skemmst er frá því að segja að þættirnir slógu rækilega í gegn og eru í hópi þeirra allra vinsælustu í sögu Stöðvar 2.

Á myndinni eru Anna Björk Eðvarðsdóttir og Pálína Sveinsdóttir frá Hringnum að afhenda Jóhönnu Margréti Gísladóttur dagskrárstjóra Stöðvar 2 og Evu Georgsdóttur framleiðslustjóra viðurkenninguna. Mynd: Valtýr Bjarki Valtýsson.