Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Atli Björgvinsson

verkefnastjóri

14. júní 2018

HM torgið í Hljómskálagarðinum

Við klípum okkur reglulega í handarbakið til að vera viss um að okkur sé ekki að dreyma þegar við skrifum þetta en þetta er raunverulega að gerast. Ísland er að fara að spila sinn fyrsta leik á HM í knattspyrnu og það gegn Messi og félögum frá Argentínu.

Við gerum ráð fyrir að hvert einasta mannsbarn á Íslandi muni horfa á leikinn og vilja samstarfsaðilar KSÍ leyfa ykkur að komast sem næst stemningunni á vellinum. Því var ákveðið að koma upp virkilega flottu HM Torgi í Hljómskálagarðinum sem öll fjölskyldan getur notið.

Það verður sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar leikir Íslands á HM fara fram. Boðið verður upp á frábæra dagskrá fyrir leikina, aðstöðu fyrir alla fjölskylduna, leiksvæði fyrir börnin með hoppuköstulum, fótboltavelli og ýmsum leiktækjum, veitingasölu og sölu á stuðningsmannavarningi.

Einnig verður HM torg á Ingólfstorgi meðan á HM stendur en þar verða allir leikir nema Íslandsleikirnir sýndir. Þetta verður ógleymanlegt sumar en hér má sjá allar upplýsingar um dagskrána á laugardaginn.