Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

6. maí 2019

Gáfu Píeta-samtökunum andvirði páskaeggsins

Páskaegg Sýnar

Hefð er fyrir því að Sýn hf. gefi starfsfólki sínu súkkulaðiegg á páskahátíðinni og í ár var engin undantekning þar á. Hins vegar var sú nýbreytni tekin upp að starfsfólkinu var gefinn kostur á að gefa andvirði páskaeggsins til góðgerðarmála. Fjölmargt starfsfólk valdi þann kostinn og í dag voru 297.000 krónur lagðar inn á reikning Píeta-samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

„Stöð 2 sýndi í vetur þáttaröðina „Viltu í alvöru deyja?“ í umsjón Lóu Pind Aldísardóttur en í þáttunum er fjallað um sjálfsvíg frá mörgum hliðum. Það lá því beint við að styrkja þetta brýna málefni að þessu sinni. Við erum himinlifandi yfir viðtökum starfsfólks Sýnar og erum nokkuð viss um að við höldum uppteknum hætti að ári,“ segir Hannes Finnsson verkefnastjóri Mannauðs hjá Sýn. Nánar má kynna sér starfsemi Píeta-samtakanna á heimasíðu þeirra og þar getur hver og einn einnig styrkt samtökin.