Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

27. febrúar 2019

Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir tækifærum 5G

Ingi Björn Ágústsson sölustjóri snjalllausna

„Það er mikilvægt að treysta tækninni og fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir mögulegum tækifærum sem fást með 5G, sífellt endurskoða nálgun sína á markaðinn og vera opin fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki.” Þetta segir Ingi Björn Ágússton sem er sölustjóri snjalllausna hjá Vodafone. Hann vinnur með öflugu teymi sem sérhæfir sig í snjalltækni, hlutanetinu (IoT) og bókstaflega öllu sem fylgir hinni svokölluðu fjórðu iðnbyltingu. Ingi Björn flutti á dögunum fyrirlestur á UTMessunni um möguleikana sem opnast með 5G. Í erindi sínu sagði Ingi að 5G muni færa okkur ný tækifæri, sum fyrirsjáanleg en líka önnur sem okkur hefur enn ekki dottið í hug.

5G er öðruvísi en fyrri tegundir fjarskiptatækni – um er að ræða miklu meira en farsímasamskipti. 5G veitir fyrirtækjum tækifæri til að hugsa öðruvísi um hvernig viðskiptavinir nýta hlutanetið fyrir sínar þarfir. Fyrst um sinn sjást áhrif nýrrar fjarskiptatækni einkum á fyrirtæki og samfélög en til lengri tíma litið mun 5G tengja hluti í gríðarmiklum mæli og gjörbreyta hvernig við búum og störfum.

Ný tækni 5G mun gera fyrirtæki sveigjanlegri, hagkvæmari, sjálfvirkari og opnari fyrir samstarfi. „Um 90% tækifæra 5G verða í uppfærðum þjónustum en það eru þjónustur sem virka nú þegar í 4G en fá aukna frammistöðu með 5G þar sem framþróun vörunnar mun ýta vörunni áfram. Það er því mikilvægt að treysta tækninni og fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir mögulegum tækifærum sem fást með 5G, sífellt endurskoða nálgun sína á markaðinn og vera opin fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki,“ segir Ingi Björn en erindi hans af UTMessunni má sjá í heild í tenglinum hér að neðan.