Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

4. mars 2019

Food & Fun veisla á BESTA Bistró

Meistarakokkar á BESTA Bistró

Það var sannarlega fjör á BESTA Bistró fyrir helgi þegar ítölsku bræðurnir Massimiliano Cameli og Matteo Cameli mættu í hádeginu og slógu upp heljarinnar Food&Fun veislu með dyggri aðstoð frá Steina kokki og starfsfólki hans á BESTA Bistró. BESTA bistró er fyrsta starfsmannamötuneytið sem fær að taka þátt með þessum hætti í Food&Fun og þykir mikill heiður.

foodandfun5

Massimiliano og Matteo eru báðir kokkar og meðeigendur í fjölskyldurekna hótelinu og veitingastaðnum Al Vecchio Convento sem er í miðaldarsmábænum Portico di Romagna í útjaðri Toscana-héraðs. Þeir voru gestakokkar á Food&Fun hátíðinni í ár og matreiddu alvöru ítalska veislu fyrir gesti Kolabrautarinnar meðan á Food&Fun hátíðinni stóð.

foodandfun2

Starfsfólk Sýnar varð ekki fyrir vonbrigðum með þá bræður en allur matur var unnin alveg frá grunni og pastað að sjálfsögðu engin undantekning.

foodandfun6

foodandfun4