Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

31. janúar 2019

Fokk Ofbeldi húfan fæst í verslunum Vodafone

Fokk Ofbeldi húfan komin í sölu

Vodafone hefur um árabil verið stoltur samstarfsaðili UN Women á Íslandi og fastur liður í samstarfinu er salan á Fokk ofbeldi húfunni. Fokk ofbeldi húfan fæst í verslunum Vodafone frá og með deginum í dag og fram til 14. febrúar og einnig á vef UN Women. Húfan kostar 4.900 krónur og fæst í takmörkuðu upplagi. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women. Vert er að taka fram að Vodafone styrkir UN Women og stóð straum af kostnaði við framleiðslu Fokk Ofbeldi húfunnar.

Af hverju að kaupa FO húfu og styrkja starf UN Women?

  • Einni af hverjum tíu konum í heiminum hefur verið nauðgað
  • 650 milljónir núlifandi kvenna hafa verið giftar á barnsaldri
  • Helmingur kvenna innan Evrópusambandsríkja hefur upplifað kynferðislega áreitni
  • 200 milljónir núlifandi kvenna hafa þurft að þola limlestingu á kynfærum sínum

Með því að kaupa Fokk Ofbeldi húfu tekur þú þátt í að lýsa upp myrkur kvenna og stúlkna sem hafa mátt þola ofbeldi. UN Women starfrækir verkefni víða um heim og vinnur að því að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Samtökin fræða almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og tryggja þolendum viðeigandi aðstoð.

Það er ósk okkar hjá Vodafone að landsmenn taki nú höndum saman, næli sér í FO húfu og lýsi stoltir upp myrkrið.