Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Helga Björg Antonsdóttir

Vörumerkjastjóri Vodafone

3. september 2020

Fokk Ofbeldi bolurinn kominn í sölu

Un Women á Íslandi og Vodafone hefja í dag sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon.

Vodafone hefur verið helsti bakhjarl FO- Herferða UN Women í árabil og á síðustu árum hefur verkefnið aflað 47 milljóna króna til verkefna UN Women sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum í fátækari ríkjum heims. Vodafone hefur frá upphafi verkefnisins greitt allan kostnað við framleiðslu söluvarnings fyrir FO-Herferðir ásamt því að styðja við markaðsstarf verkefnisins. Með framlagi og stuðningi Vodafone hefur allur ágóði af sölu FO-varnings runnið beint til mikilvægra verkefna UN Women.

Í ár var hannaður FO bolur og rennur allur ágóði sölunnar til UN Women í Líbanon. Þegar neyð ríkir eru konur sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Í kjölfar sprenginganna síðastliðin 4. ágúst og Covid-19 faraldursins hefur ofbeldi gegn konum farið stigvaxandi í Líbanon. Með því að kaupa FO bolinn tekur þú þátt í að veita konum og stúlkum í Líbanon neyðaraðstoð, vernd, öryggi og kraft til framtíðar.

Í dag 3. september hófst sala á FO bol UN Women í verslunum Vodafone og einnig á vef UN Women. Bolurinn kostar 7.900 kr. og er framleiddur í takmörkuðu upplagi. Við vonum að landsmenn taki verkefninu fagnandi í ár líkt og síðustu ár. Saman stýrum við straumnum!