Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

22. mars 2019

Farsímadreifikerfi Vodafone dekkar nær alla landsmenn

4G útbreiðsla Vodafone

Farsímadreifikerfi Vodafone standa sterkt þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á útbreiðslu víða um land. Er svo komið að kerfið nær til tæplega 210 þúsund ferkílómetra á landi og sjó og yfir 99% landsmanna eftir búsetu. Í fyrsta skipti nær 4G kerfi Vodafone til stærra svæðis og fleiri íbúa en 3G kerfið. Nú þekur 4G kerfi Vodafone tæplega 60.000 Km2 af landinu eða um 57%.

Áhersla Vodafone hefur verið að styrkja sambandið um land allt og fór tæknilið félagsins til að mynda síðastliðið haust um Vestfirði til að tryggja 4G samband í landsfjórðungnum. Nú síðast í febrúar var uppsetningu á 2G og 4G sendi í Vaðlaheiðargöngum lokið en einnig var gangsettur 4G sendir í Grímsey sem tryggir góða 4G útbreiðslu á miðunum í kringum eyjuna og í þorpinu sjálfu.

„Við höfum verið að vinna í að auka útbreiðsluna enn frekar, t.d. stórbætt 4G útbreiðsluna á sunnanverðu Snæfellsnesi og Faxaflóa. Í Landeyjum, Fljótshlíð og Þórsmörk. Líka á norðanverðum Kili og með þéttingu á ýmsum þéttbýlisstöðum eins og Reykjavík, Akureyri og Keflavík. Á þessu ári er svo gert ráð fyrir að auka útbreiðsluna umtalsvert og er ekki síst verið að horfa til svæða þar sem einungis 2G er til staðar í dag,“ segir Kjartan Briem framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn hf. sem á og rekur Vodafone.