Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

9. ágúst 2018

Bretar verðlauna íslenska arkitekta fyrir höfuðstöðvar Sýnar

Breska fagtímaritið BUILD hefur verðlaunað íslenska arktitekta hjá Yrki arkitektum ehf. fyrir vinnu þeirra við höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut 8 sem tímaritið útnefnir bestu innanhússhönnun skrifstofuhúsnæðis ársins 2018. Yrki arkitektar ehf. eru jafnframt útnefndir sem framsæknasta arkitektastofa árins.

BUILD er mánaðarrit og fjallar um það sem er að gerast í hönnunar- og byggingargeiranum vítt og breitt um heiminn. Þetta er fjórða árið í röð sem tímaritið veitir Arkitektaverðlaun BUILD en með þeim vill blaðið viðurkenna framúrskarandi vinnu og hæfileika hönnuða, verkfræðinga og hugsjónarfólks á heimsvísu. Bæði stór og smá fyrirtæki í mörgum flokkum hljóta náð fyrir augum dómnefndarinnar sem skipuð er fyrsta flokks fagfólki. „Það er alltaf stórkostlegt að fá verðlaun fyrir hönnun á því sem við höfum verið að vinna að. Góð viðurkennig fyrir arkitektastofu,“ segir Ásdís Helga Ágústsdóttir hjá Yrki arkitektum ehf.

Höfuðstöðvar Sýnar að Suðurlandsbraut 8 hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir smekklega hönnun sem unnin var með þarfir starfsfólks í fyrirrúmi en mikil vinna var lögð í þarfagreiningu. Í lýsingu Yrkis arkitekta á verkefninu segir að sú greining hafi hjálpað til við skipulag og hönnun innan nýju höfuðstöðvanna. Höfuðáhersla er á sveigjanlegt vinnuumhverfi með mörgum mismunandi starfsstöðvum en markmiðið er að stytta leiðir milli þeirra sem vinna saman og auka skilvirkni í starfi og stjórnun.