Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Guðfinnur Sigurvinsson

Samskiptastjóri

31. október 2018

Blússandi 4G samband á Vestfjörðum

4G uppsetning á Tálknafirði

Tæknilið Vodafone fór eins og stormsveipur um Vestfirði nú á haustmánuðum til að 4G tengja landsfjórðunginn. Var uppsetning 4G senda kláruð m.a. á Suðureyri, Súðavík, Flateyri, Tálknafirði og Þingeyri. Einnig voru gangsettir 4G sendar á ströndum fyrir Hólmavík og Drangsnes.

Á Vesturlandi var þá sendastaðurinn á Vegamótum á Snæfellsnesi færður yfir í nýtt 25 metra mastur frá Neyðarlínunni. Um leið var staðurinn færður af örbylgusambandi yfir á ljósleiðara.

„Verkefnin fyrir vestan gengu í heildina vel, þó að veður hafi aðeins tafið okkur á tímabili. Á sumum stöðum þurfti að vinna í loftnetum og þá um mun meiri framkvæmd að ræða. Mælingar eftir breytingar sýna að gagnaflutningshraðinn hefur verið stóraukinn og algengt að sjá um 150Mb/s á nýju sendunum, við góðar aðstæður,“ segir Sigurbjörn Óskar Guðmundsson deildarstjóri Radíókerfa hjá Vodafone.