Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

Helga Björg Antonsdóttir

Vörumerkjastjóri Vodafone

1. október 2020

12 milljónir söfnuðust til styrktar UN Women

Við þökkum frábærar viðtökur á FO-bolnum sem settur var í sölu þann 3. september og seldist upp á rúmum tveimur sólahringum. Það er afar ánægjulegt að segja frá því að með sölu á FO-bolnum í ár söfnuðust tæpar 12 milljónir króna sem koma til með að renna beint til verkefna UN Women í Líbanon.

Með því fé sem safnaðist verður sett á stofn neyðarlína fyrir þolendur kynbundins ofbeldis í Líbanon ásamt því að konum sem standa frammi fyrir margþættri mismunun líkt og eldri konur, konur með fatlanir og konur sem mismunað er vegna kynhneigðar sinnar verður útvegað öruggt athvarf þar sem þær fá sálræna aðstoð og viðeigandi þjónustu til að koma undir sig fótunum á ný.

Við starfsfólk Vodafone erum afar stolt af þátttöku okkar í þessu verkefni og þakklát fyrir ánægjulegt samstarf við UN Women á Íslandi í gegnum árin. Við hlökkum til að leggja þessu einstaka verkefni lið áfram.

Sjá nánar um UN Women á Íslandi hér.