Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

30. Desember 2019 Sýn hf.

Sýn hf.: Hæstiréttur hafnar beiðni um áfrýjunarleyfi

Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni Sýnar um áfrýjunarleyfi í máli Sýnar hf. gegn Símanum hf. og gagnsök, en Landsréttur hafði áður sýknað bæði félög af kröfum hvors annars. Krafa Sýnar nam um 900 m.kr., auk vaxta og gagnkrafa Símans um 2,5 ma.kr., auk vaxta. 

Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar er hvorki unnt að líta svo á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem áður hafa gengið né að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda. Með þessari ákvörðun er málinu því endanlega lokið.

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Sýnar í gegnum netfangið fjarfestatengsl@syn.is.