Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

27. September 2022 Sýn hf.

Sýn hf.: Ráðning forstjóra – breyting á framkvæmdastjórn

Stjórn Sýnar hf. hefur gengið frá ráðningu Yngva Halldórssonar, sem forstjóra félagsins. Yngvi er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sat í stjórn félagsins árin 2014-2019. Frá árinu 2019 hefur Yngvi gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstarsviðs Sýnar hf.  Áður starfaði Yngvi meðal annars hjá Össur hf. um tíu ára skeið.

Petrea I. Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sýnar hf.: “Það er mikilvægt við núverandi aðstæður að tryggja áframhaldandi festu í rekstri félagsins. Yngvi þekkir afar vel til félagsins og því mikill fengur að fá hann til að leiða daglegan rekstur þess.”

Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar hf.: “Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun í samstarfi við allt það framúrskarandi fólk sem starfar hjá félaginu.  Þá mun ég leggja mig allan fram um að leiða félagið áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð.”