Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

28. Apríl 2022 Sýn hf.

Sýn hf.: Heildarfjöldi hluta og atkvæða

Vísað er til hlutafjárlækkunar félagsins, sem framkvæmd var 12. apríl sl., sbr. tilkynning félagsins til kauphallar þann 11. apríl sl.

Í 19. gr. laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu segir að ef útgefandi lækkar hlutafé skuli hann við fyrsta tækifæri og í síðasta lagi á síðasta viðskiptadegi þessa mánaðar er breytingar eiga sér stað, birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða.

Hlutafé félagins lækkaði úr kr. 2.964.414.740 að nafnvirði í kr. 2.683.769.620 að nafnvirði. Þar sem hver hlutur er að fjárhæð kr. 10,- að nafnverði eða margfeldi þeirrar fjárhæðar, eru útgefnir hlutir í Sýn hf. samtals 268.376.962 eftir lækkunina.

Félagið á enga eigin hluti eftir lækkunina og er heildarfjöldi atkvæða því sá sami og útgefnir hlutir, eða samtals 268.376.962.

Nánari upplýsingar á fjarfestatengsl@syn.is