Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

10. Janúar 2022 Sýn hf.

Sýn hf.: Niðurstöður um kaup á eigin hlutum með tilboðs fyrirkomulagi

Stjórn Sýnar hf. ákvað að taka tilboðum fyrir kr. 20.750.000 að nafnverði á genginu 67,00 í endurkaupum sem tilkynnt var um föstudaginn 7. janúar 2022.

Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er miðvikudagurinn 12 janúar. 

Endurkaupin eru framkvæmd í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og lög um markaði fyrir fjármálagerninga nr. 115/2021.

Sýn hf. á  20.750.000 hluti, eða sem nemur um 7% af útgefnu hlutafé félagsins í lok endurkaupa samkvæmt tilboðs fyrirkomulaginu. Nánari upplýsingar um framkvæmd reglulegra endurkaupa, sem nú taka við, verða veittar síðar í vikunni.

Fjárfestadagur (e. capital markets day) sem átti að halda fimmtudaginn 13. janúar frestast um viku vegna veikinda framsögumanna og verður haldinn 20. janúar.

Nánari upplýsingar veitir:

Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar hf., heidarg@syn.is