Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

1. September 2021 Sýn hf.

Sýn hf.: Vöxtur í fjarskiptum og fjölmiðlun

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2021 var samþykktur á stjórnarfundi þann 1. september 2021.

Helstu niðurstöður:
• Tekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2021 námu 5.289 m.kr. en tekjur dragast saman um 98 m.kr. frá sama tímabili árið 2020. Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 m.kr.sem er 1,2% lægra en sama tímabil 2020. Endor litar neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þessdrógust saman um tæplega 650 m.kr. á milli árshelminga.
• EBITDA nam 1.488 m.kr. á 2F 2021 í samanburði við 1.364 m.kr. á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á 2F 2021 samanborið við 25,3% á 2F 2020. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 m.kr. sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári.
• Tap á 2F 2021 nam 117 m.kr. samanborið við 60 m.kr. tap á sama tímabili í fyrra. Tap á fyrri árshelmingi ársins nam 348 m.kr. samanborið við 410 m.kr. tap á sama tímabili árið 2020. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 m.kr. vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey.
• Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.431 m.kr. samanborið við 1.744 m.kr. á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 18%. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 m.kr. samanborið við 2.799 m.kr. á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%.
• Heildarfjárfestingar á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 námu 643 m.kr. þar af eru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum (án sýningarrétta) 592 m.kr. og fjárfesting í sýningarréttum 1.117 m.kr. Greiðsla vegna sölu á eignarhluta nam 1.065 m.kr.
• Fjármögnunarhreyfingar á fyrri árshelmingi voru neikvæðar um 1.748 m.kr. á móti 1.445 m.kr. á sama tímabili árið 2020. Söluandvirði af Hey var notað til að greiða niður langtímatímalán og lækka lánalínur.
• Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021.
• Þann 31. mars síðastliðinn var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Væntingar eru um að samþykki fyrir sölunni fáist á næstu dögum. Söluverði mun verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri:
„Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.).
Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu.
Velta Endor dregst saman um tæplega 650 m.kr. að hluta til útaf heimsfaraldrinum Framtíðarhorfur þar eru hins vegar góðar. Áhrifa heimsfaraldursins gætir minna á öðrum sviðum.
Stærsta fjárfesting síðustu missera hefur verið í upplýsingakerfum okkar. Sú fjárfesting gat af sér Fjölskyldupakkann í lok fyrsta ársfjórðungs og mun opna á nýjar spennandi vörur á næstu fjórðungum. Við erum í föstu reikningssambandi við helming allra heimila landsins og hátt í helming fyrirtækja sem býður upp á stór tækifæri í vöruþróun.
Við bíðum eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins vegna sölu á óvirkum innviðum í farsímakerfinu. Við búumst við niðurstöðu á næstu dögum og andvirðið mun vera að hluta notað til að greiða niður skuldir en einnig til endurkaupa hlutabréfa og nýfjárfestinga.“

Frekari upplýsingar á fjarfestatengsl@syn.is 

Viðhengi