Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

8. Júní 2021 Sýn hf.

Sýn hf.: Breyting á framkvæmdastjórn Sýnar hf.

Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Sýnar hf. Hún tekur við af Signýju Magnúsdóttur sem snýr aftur til Deloitte og bætist í hóp hluthafa þess félags.

Kristín hefur undarfarin ár starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi í tekjustýringu, gagnagreiningu og stefnumarkandi ákvarðanatöku. Hún hefur jafnframt kennt MBA og stjórnendanámskeið í London Business School. Kristín hefur setið í stjórnum Kviku banka, Eikar, Controlant, Distica og Völku og var áður varaformaður TM og stjórnarformaður Haga. Kristín er með mastersgráðu í fjármálaverkfærði og doktorsgráðu í rekstrarverkfræði frá Stanford háskóla.

“Ég vil sérstaklega þakka Signýju fyrir hennar ómetanlega starf í að snúa rekstri félagsins til betri vegar.  Nú þegar umsnúningur hefur orðið hverfur hún aftur á fyrri vettvang.  Eins vil ég bjóða Kristínu hjartanlega velkomna.  Hún kemur á réttum tíma inní frekari framþróun fyrirtækisins.”