Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.

8. Nóvember 2019 Sýn hf.

Sýn hf.: Landsréttur staðfestir héraðsdóm í skaðabótamálum

Landsréttur hafnaði í dag á kröfu Sýnar á hendur Símanum til greiðslu skaðabóta vegna brota Símans á samkeppnislögum sem stóðu um langt árabil, sem og gagnkröfu Símans á hendur Sýnar. Krafa Sýnar nam um 900 m.kr., auk vaxta og gagnkrafa Símans um 2,5 ma.kr., auk vaxta. 

Með ákvörðun nr. 7/2012 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. hefði misnotað gróflega markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn 11.gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 54. gr. EES-samningsins.Brot Símans hf. fólust m.a. í því að hafa beitt samkeppnisaðila sína ólögmætum verðþrýstingi um langt árabil. Sýn höfðaði skaðabótamálið í nóvember 2013 sbr. tilkynningu til Kauphallar 1. nóvember 2013.  Í kjölfarið gaf Síminn út gagnstefnu á hendur Sýn til greiðslu skaðabóta á þeim grunni að Sýn hefði sýnt af sér sömu háttsemi.

Landsréttur hafnaði báðum kröfum og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sýn mun í framhaldinu meta hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar

Vanti frekari upplýsingar má senda fyrirspurn á: fjarfestatengsl@syn.is